news

Foreldraspjall með Margréti Pálu

29 Jan 2019

Kæru foreldrar

Þriðjudagskvöldið 12. febrúar kl. 20 býður foreldrafélag Litlu Ása upp á samverustund með Margréti Pálu höfundi Hjallastefnunnar. Hún mun miðla af sinni áratuga reynslu með börnum.

Við ætlum að hittast í Barnaskólanum á Vífilsstöðum og boðið verður upp á léttar veitingar.

Vonandi sjáum við sem flesta, enda tilvalið tækifæri til að hittast og kynnast öðrum foreldrum í leikskólanum og hlýða á höfund Hjallastefnunnar í leiðinni

Kærar Kveðjur

Foreldrafélag Litlu Ása

Birna Margrét, Sigrún og Sigrún Rut