Innskráning í Karellen

Leikskólinn Litlu Ásar opnaði fyrst sem ungbarnaleikskóli en árið 2018 byrjaði leikskólinn að bjóða leikskólabörnum á öllum aldri. Þar með geta börnin verið áfram alla leikskólagöngu sína, eða frá u.þ.b. 12 mánaða aldri til fimm ára.

Það er mikil samvinna milli Hjallastefnuskólanna í Garðabæ og mynda þeir nokkurs konar samfellu, en það eru Litlu Ásar, Hnoðraholt, Ásar og Barnaskóli Hjallastefnunnar á Vífilstöðum.

Barnaskóli Hjallastefnunnar á Vífilstöðum býður fimm ára börnum að byrja í fimm ára bekk en það starf hefur þróast frá árinu 2003 við góðan orðstír og samhæft það besta úr aðferðum leik- og grunnskóla.

Rekstraraðili Litlu Ása er Hjallastefnan ehf. en skólinn er rekinn á grundvelli þjónustusamnings við Garðabæ.

Sama fyrirkomulag er á Litlu Ásum og öðrum leikskólum í Garðabæ á sumrin en það er opið allt sumarið. Fjölskyldur velja fjórar vikur samfelldar á tímabilinu 15. maí til 15. ágúst.

© 2016 - Karellen