Innskráning í Karellen
news

Aðventa friður og ró, hlýja, hjartagleði og jákvæð samskipti

10. 12. 2021

Kæru foreldrar og vinir ❤

Nú styttist óðum í jólin og við hér í Litlu Ásum höfum átt notalegan tíma í aðventunni. Enda er það eitt af markmiðum okkar að skapa ró og frið á þessum annars oft á tíðum annasama tíma.

Margrét Pála vinkona okkar skrifaði hér um árið í greinina Aðventa enn á ný. Hún hitti svo sannarlega naglann á höfuðið þar sem hún skrifar m.a. um jólin og tilbreytinguna frá hversdagsleikanum og spyr hvort börnin okkar kjósi fremur tilbreytingu í formi friðar og ró, hlýju, hjartagleði og jákvæð samskipti. Þannig getum við öll í sameiningu skapað raunverulegt innihald í myrkasta tíma ársins í stað þess að bíða eftir jólum í spennu og streitu.

Ásamt því að skapa ró og frið í aðventu jóla munum við þann 17. desember skapa okkar tilbreytingu í sannkölluðum jólaanda. Jólasöngfundur kl. 9:00 fyrir yngri einingu og 9:30 á eldri einingu, Síðan verður jólamatur þennan dag og rúsínan í pylsuendanum er að við fáum Jólaálfanna í heimsókn kl. 14:15.

Á þrettándanum eða þann 6. janúar verður svo sparifatadagur hjá okkur.

Kærleiks- og aðventukveðja frá okkur öllum í Litlu Ásum

© 2016 - Karellen