Innskráning í Karellen
news

Kynjanámskrá - Lota 1. Agi

29. 08. 2022

Í Agalotunni, sem er fyrsta stig félagsþjálfunar, fer fram hegðunarkennsla og það er trú okkar að til þess að vel takist til þurfa kærleikur og agi að haldast hönd í hönd.

Lykilhugtök lotunnar eru: Virðing, hegðun, kurteisi og framkoma því æfum við sérstaklega þess þætti og í lokin er svokölluð uppskeruvika sem kallast framkomuvika.

R-reglurnar eru í hávegum hafðar í Hjallastefnustarfi; röð, regla og rútína í fyrirrúmi á öllum sviðum. Þannig sköpum við öryggi, festu og ró fyrir börn og þau vita til hvers er ætlast til af þeim.

Við æfum okkur í að bera virðingu hvert fyrir öðru, virðum mörk og æfum kurteisi og mannasiði. Það er frábær æfing að heilsa og kveðja, æfa borðsiðir og umgengni um fataklefa eru raunveruleikatengd verkefni í þessari lotu.

Við æfum okkur líka í að nota falleg orð og að ganga prúð og frjálsleg í fasi í röð svo dæmi sé tekið.

Fyrirmælaæfingar og virk hlustun er æfði í gegnum skemmtilega leiki eins og stopp dansi, að fara frá einum stað til annars og standa á öðrum fæti nú eða klappa höndum saman þrisvar sinnum allt eftir því hver fyrirmæli kennarans eru.

Kennarar æfa sig í að sleppa orðinu “ekki” þar sem segjum það sem við viljum kalla fram í stað þess að vera með áherslu á það sem við viljum “ekki” sjá. Sem dæmi ef barn er að leika með matinn sinn þá er betra að segja barninu að borða matinn í stað þess að segja ekki leik með matinn. Því eins og við vitum ef einhver segir okkur að hugsa ekki um bláan bíl þá er það sú mynd sem fyrst kemur uppí hugann. Leggjum áherslu á að segja það sem við viljum sjá!

Síðast en ekki síst þá geta allir ruglast og þá gengur bara betur næst því æfingin skapar meistarann

Kennarar æfa sig líka því árangur barnanna ræðst af þeim aga sem við náum að sýna, til dæmis varðandi frágang, kyrrlátar raðir milli staða, stundvísi o.fl.

© 2016 - Karellen