news

Framkvæmdir á Útisvæði

20. 07. 2021

Kæru foreldrar og vinir

Það er mér sönn ánægja að segja ykkur frá því að í ágúst verður hafist handa við að laga og bæta útileiksvæðið okkar. Nákvæmlega hvenær er ekki alveg ljóst en við munum fá að nýta útileiksvæði vina og vinkvenna okkar í Hnoðraholti á meðan á framkvæmdum stendur.

Sérdeilis ánægjulegt og þið getið séð teikningu af svæðinu í forstofu leikskólans, á veggnum fyrir framan Gulakjarna.

Hafið það sem allra best.

Sumarkveðja frá okkur öllum í Litlu Ásum

© 2016 - Karellen