Innskráning í Karellen
news

Réttindi barnsins - Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna

10. 10. 2022

Í síðustu viku skrifuðu Garðabær og RannUng (Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna) við Menntavísindasvið, undir samstarfssamning vegna innleiðingar ákvæða Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna um réttindi barnsins (2013) í leikskóla Garðabæjar.

Innleiðingin felur í sér átta skref sem miða að því að virða og uppfylla réttindi barna en skrefin eru staðfesting sveitafélags um innleiðingu sáttmálans. Verkefnið verður sem fyrr segir unnið í samvinnu leikskólanna og RannUng sem starfrækt er við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þátttakendur á vegum RannUng eru; Dr. Sara M. Ólafsdóttir dósent, Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir aðjúnkt, Dr. Kristín Karlsdóttir dósent og Margrét S. Björnsdóttir aðjúnkt og starfsmaður RannUng.


https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/...


© 2016 - Karellen