Innritunarreglur Hjallastefnunnar

Vegna mikillar aðsóknar í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar hafa verið gerðar breytingar á innritunarreglum. Áður var öllum börnum, sem verið höfðu í Hjallastefnuleikskólum, tryggð skólavist í 1. bekk í grunnskólum Hjallastefnunnar. Að hausti komanda verður ekki unnt að tryggja öllum börnum úr leikskólum Hjallastefnunnar skólavist í grunnskólum Hjallastefnunnar. Né heldur verður unnt að bjóða öllum nemendur á yngsta stigi grunnskóla skólavist á miðstigi. Inntökunefnd Hjallastefnunnar verður sett á laggirnar á vorönn 2014.

Inntökunefnd Hjallastefnunnar mun sjá um inntöku í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar. Áfram verður sótt um skólavist rafrænt á heimasíðu skólanna,www.hjalli.is.

Skólavist í leikskólum Hjallastefnunnar tryggir ekki skólavist í grunnskólum Hjallastefnunnar. Né tryggir skólavist á yngra stigi í grunnskólum Hjallastefnunnar skólavist á miðstigi.

Úthlutun skólavistar fer eftir þjónustusamningi Hjallastefnunnar við það sveitarfélag þar sem skólinn er staðsettur auk þess að stuðst er við viðmiðunarreglur Hjallastefnunnar.

Í inntökunefnd eru hvorki skólastjórar né starfsfólk skóla Hjallastefnunnar.

Viðmiðunarreglur inntökunefndar fyrir grunnskóla : 80% allra grunnskólarýma skulu vera fyrir börn úr Hjallastefnuleikskólum og mun lengd dvalar í leikskólanum ráða því hversu framarlega barnið fer á innritunarlista. Gert er ráð fyrir svigrúmi sem nemur 20% skólarýma fyrir aðrar umsóknir þar sem aldur, búseta og fleiri þættir munu hafa áhrif. Óskað er eftir öllum gögnum sem mögulega fylgja barni vegna greininga og sérþarfa með umsókn um skólavist.

© 2016 - Karellen