Innskráning í Karellen

Foreldrafélag Litlu Ása

Markmið félagins er að efla samstarf heimila og skóla þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi.

Foreldrafélag Litlu Ása er samstarfsvettvangur foreldra sem uppalenda. Foreldrar greiða félagsgjöld mánaðarlega til félagsins og er sá peningur notaður til að styðja við ýmis verkefni yfir veturinn eins og jólaleikrit, jólaföndur og sumarhátíð.


Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúum foreldra. Á hverju hausti er kosin ný stjórn fyrir komandi skólaár.

Fundargerðir foreldrafélagsins er að finna á heimasíðu skólans.

Stjórn félagsins fyrir skólaárið 2023 - 2024 skipa:

Formaður: Ingibjörg Ýr Hafliðadóttir

Varaformaður: Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir

Gjaldkeri: Dagný Fjóla Ómarsdóttir

Ritari: Birna Guðmundsdóttir

Meðsjórnandi: Líney Dan Gunnarsdóttir

Foreldraráð Litlu Ása

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi leikskóla. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrá og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.




© 2016 - Karellen