Umsókn um leikskólapláss í Litlu Ásum fer fram í gegnum þjónustugátt á vef Garðabæjar

Úthlutun /innritun í leikskóla

Innritun í leikskóla hefst í mars og apríl en hún er þó ekki endanleg þar sem alltaf eru einhverjar breytingar á búsetu. Við innritun í leikskóla er tekið mið af kennitölu barna, þau elstu fá úthlutað fyrst. Leitast er við að innrita systkini í þann leikskóla sem eldra systkini dvelur í þegar að úthlutun er komið samkvæmt aldursröð.

Eingöngu börn með lögheimili í Garðabæ fá úthlutað leikskólaplássum en börn geta verið á biðlista þótt lögheimili sé annars staðar.

© 2016 - Karellen