Innskráning í Karellen
news

Ný gjaldskrá og fl.

28. 02. 2024

Elskulegu fjölskyldur

Síðustu vikur hafa verið heldur annasamar fyrir okkur öll vegna vetrarfrís, skipulagsdags og fl. Það af leiðandi ætlum við að fresta fjölskyldu kaffi sem átti að vera á morgun og föstudaginn til síðustu viku fyrir páskafrí (21 – 22 mars). Auðvita eru fjölskyldumeðlimir alltaf velkomin.

En eins og við öll vitum, kynnti Garðabær breytingar á starfsemi leikskóla bæjarins með það að markmiði að bæta enn frekar skipulag og starfsumhverfi. sjá: Spurt og svarað um leikskólamál - Garðabær (gardabaer.is)

Ein af leiðunum er að allir leikskólar í Garðabæ loka í Dymbilvikunni, dagana 25.-27. Leikskólagjöld fyrir þessa daga eru endurgreidd.

Frá og með 1. mars tekur gildi ný gjaldksrá, héðan í frá verður hámarks dvalartími 40 klst. á viku. Samtímis breytist opnunartími leikskólans á föstudögum og verður opið til kl: 16:00. Þið sem ekki hafið þegar skráð viðveru í Völu kerfið, vinsamlegast gerið það sem fyrst.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.

Kærleiks kveðja

María Ölversdóttir

© 2016 - Karellen