Innskráning í Karellen
news

Sumar og sól á Litlu Ásum

14. 06. 2022

Það er alltaf sumar og sól á Litlu Ásum, hvort sem það er sól í hjarta eða uppi á himnum. Það er svo dásamlegt að geta nýtt náttúruna sem er svo falleg hér í kringum leikskólann okkar. Við höfum verið að fara í langar gönguferðir, labbað niður að tjörn sem er hér nálægt og gefið öndunum brauð, týnt blóm, farið í skógarferðir og ævintýraleiki. Svo er svo dásamlegt hvað smá vatn í fötu getur gert mikið fyrir börnin en það er hægt að nota ímyndunaraflið þar í allskonar. Eldri eining prófaði líka að grilla saman úti til þess að hita upp fyrir komandi útilegur í sumar :D


Sumarið byrjar vel hér á Litlu Ásum og við hlökkum til að njóta saman yfir sumartímann <3

© 2016 - Karellen